145. löggjafarþing — 16. fundur,  6. okt. 2015.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

5. mál
[17:51]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það varla mjög umdeilt, að ég taldi, að fjármagnshöftin væru mjög slæm að mörgu leyti, sem ég kem ekki að á 50 sekúndum að vísu. Ég kem kannski að því í ræðu á eftir. Ég heyri ekki betur en að hv. þingmaður sé kannski ekki sáttur við það að hafa hér viðvarandi fjármagnshöft, að eilífu að því er virðist, en virðist einhvern veginn sáttur við það, eða ekki sáttur við það en telji það þurfa að vera illa nauðsyn meðfram krónunni. Er sá skilningur minn á málflutningi hv. þingmanns réttur, að hann sé sammála því að með krónunni til lengri tíma þurfum við einhvers konar fjármagnshöft, með einhverjum undantekningum vissulega, en við þurfum fjármagnshöft til að láta þetta ganga hérna?