145. löggjafarþing — 16. fundur,  6. okt. 2015.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

5. mál
[17:51]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Alla vega er það nokkuð sem við þurfum að horfa til þegar hér hafa skapast eðlilegar aðstæður. En það sem hefur náttúrlega sett svip á okkar vanda og hlutskipti okkar á undanförnum árum er að hér hafa verið lokaðir inni miklir fjármunir sem hafa viljað leita út án þess að við höfum haft til þess burði, án þess að við höfum haft til þess gjaldeyri til að greiða þá út. Þegar þetta dæmi allt er skoðað hygg ég að það hefði ekki verið til bóta að við hefðum verið með sameiginlegan gjaldmiðil sem hefði getað runnið frjálst yfir landamærin. Það held ég ekki. Auðvitað eru fjármagnshöftin við lýði í og með vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem íslenskt efnahagslíf hefur verið í á undanförnum árum í kjölfar hins mikla efnahagshruns.