145. löggjafarþing — 16. fundur,  6. okt. 2015.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

5. mál
[17:55]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að bera annað atriði undir hv. þingmann. Nú hefur ýmislegt gengið á í myntbandalagi Evrópu og nóbelsverðlaunahagfræðingar eins og Joseph Stiglitz hafa lýst því yfir að myntbandalagið sé einhver stærstu efnahagsmistök sem átt hafi sér stað í Evrópu. Skýtur það þá ekki skökku við að Ísland — sem er að ná töluvert betri árangri með sín efnahagsmál en velflest ríki myntbandalagsins, hér er ekki atvinnuleysi og hér gengur betur en víða annars staðar — skuli vera að hugleiða að ganga inn í þetta stórkostlega vandamál, hina stærstu óleystu þraut Evrópusambandsins, myntbandalagið, á sama tíma og Pólverjar, Svíar og aðrar þjóðir, sem er skylt að ganga inn, eru að draga lappirnar og forðast það með öllum mögulegum ráðum að ganga inn?