145. löggjafarþing — 16. fundur,  6. okt. 2015.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

5. mál
[17:59]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er sammála þingmanninum um það, ég held að evran sé ekki stóri vandinn þarna. Spilling hefur verið landlæg í Grikklandi og almenningur er vissulega mjög ósáttur við meðferð Evrópusambandsins á Grikklandi en Grikkir fara inn í evrusamstarfið á fölsuðum upplýsingum. Það sem kannski má í þeim efnum ásaka Evrópusambandið um er að hafa ekki verið á verði og ekki verið krítískara á þessa aðild. Það er hins vegar þannig að Syriza rær nú að því öllum árum að Grikkland verði enn þá innan Evrópusambandsins því að Grikkir virðast líta svo á að það sé skárra að vera í því skjóli en algjörlega háðir (Forseti hringir.) duttlungum grískra ráðamanna.