145. löggjafarþing — 17. fundur,  7. okt. 2015.

beiðni um sérstaka umræðu.

[15:09]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Sem betur fer hefur mér sýnst að það gangi almennt séð frekar rösklega þegar hv. þingmenn biðja um sérstakar umræður við ráðherra í hæstv. ríkisstjórn en með einni stórri undantekningu og það er þegar kemur að hæstv. forsætisráðherra. Það er algerlega ótækt að sjálfur forsætisráðherrann komi ekki og eigi orðastað við þingið, við þingmenn þegar þeir fara þess á leit að eiga við hann samtal. Ég vil því taka undir það sem hér hefur verið sagt og óskir til hæstv. forseta að hann ræði við hæstv. forsætisráðherra og geri honum ljóst að hann hafi skyldur við þingið og hann komi hingað og ræði þau mál sem (Forseti hringir.) hv. þingmenn biðja um að ræða við hann.