145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra.

[10:55]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Það er ekki alveg rétt, sem hæstv. menntamálaráðherra segir, að þessi reglugerð sé til staðar. Það er einfaldlega ekki raunin. Það er ekkert sem tryggir að ráðherra segi satt og rétt frá. En í ljósi þess að ráðherra þykir þetta nú þegar í gildi þá er kannski við hæfi að hann svari nokkrum spurningum sem hafa brunnið á íslenskri þjóð og fjölmiðlum undanfarið.

Ég spyr til dæmis: Á hverra vegum var ráðherra í Kína 2013? Hver greiddi veiðileyfi í Vatnsdalsá 2014? Og hver eru í raun tengsl ráðherra við Orku Energy?