145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

afnám verðtryggingar o.fl.

[11:07]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil taka undir þetta og ég get ekki sagt annað um það að hæstv. forsætisráðherra skuli ekki koma hér til að ræða þetta mikilvæga mál en að mér finnst það hreinlega vera hneyksli. Þetta er bara hneyksli. Hvernig í ósköpunum stendur á því að þingið getur ekki fengið hæstv. forsætisráðherra til að koma hingað og ræða þetta helsta kosningamál Framsóknarflokksins? Hvernig stendur á því? Ég óska eftir því að forseti fari yfir það með okkur hvers vegna hæstv. forsætisráðherra kemur ekki hingað til að ræða þetta mál. Hefur hæstv. forseti ekkert vald til að beita hæstv. forsætisráðherra til að sinna hér skyldum sínum við þingið? Ég spyr um það. Ég óska eftir svari við því.