145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

afnám verðtryggingar o.fl.

[11:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Nú er ég komin hingað til að taka undir með hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur þegar hún kvartar undan þeirri stöðu sem komin er upp í hv. fjárlaganefnd varðandi dagskrá og dagskrárvald þar. Eins og hv. þingmaður kom inn á áðan eru rúmar þrjár vikur síðan talað var um að setja Isavia á dagskrá föstudaginn 9. október. Það var ekki búið að biðja gestina um að koma þegar fjórir fulltrúar í fjárlaganefnd mótmæltu því, fjórir af níu. Samt sem áður heldur hv. þm. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, þessari dagskrá til streitu.

Hæstv. forseti sagði áðan að hún hefði beitt tiltækum rökum. Ég spyr hæstv. forseta: Hvaða rök voru það? Við höfum ekki fengið nein rök (Forseti hringir.) fyrir því að ekki væri hægt að færa þennan fund.