145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

menning á landsbyggðinni.

[11:34]
Horfa

Ingibjörg Þórðardóttir (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur fyrir þessa umræðu. Ég tek heils hugar undir með henni. Menningartengd starfsemi sem ríkið tekur þátt í að kosta á að vera til staðar alls staðar á landinu. Íbúar sem búa fjarri höfuðborgarsvæðinu geta að afar litlu leyti nýtt sér menningartengda starfsemi sem er styrkt af almannafé og boðið er upp á. Það er einfaldlega of dýrt að sækja alla menningu og þjónustu til höfuðborgarinnar.

Að njóta lista og menningar á ekki aðeins að vera í boði fyrir höfuðborgarbúa og þá fjölmörgu ferðamenn sem sækja það svæði. Það á að vera í boði fyrir alla landsmenn. Þetta er byggðamál og þetta er jafnréttismál. Ríkið verður að vera tilbúið að setja peninga í menningartengda starfsemi á landsbyggðinni.