145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

ósk um viðveru heilbrigðisráðherra.

[12:01]
Horfa

Karl Garðarsson (F):

Virðulegur forseti. Ég ætla rétt að vona að þingið taki þetta mál til meðferðar núna strax og að menn séu ekki að reyna að tefja það að málið fái lýðræðislega umfjöllun í þinginu. Það er ekki þannig að ráðherrar séu viðstaddir í hvert skipti sem einhver þingmannamál eru lögð fram og það sama gildir um þetta mál.

Við sáum í fyrra hvað gerðist þegar þetta mál var lagt fram, það fór fram endalaus umræða í þinginu, það var endalaust reynt að tefja fyrir því að málið fengi lýðræðislega afgreiðslu, jafnt hér innan dyra sem í þingnefnd. Ég vona, lýðræðisins vegna, að hér verði greidd atkvæði um þetta mál þannig að meiri hlutinn fái að ráða.