145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

ósk um viðveru heilbrigðisráðherra.

[12:10]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Það vita allir í þessum sal að um þetta mál ríkir ágreiningur. Það er bara hið besta mál. Það ríkir ágreiningur um mörg mál í þessum þingsal og þingmenn hafa fullan rétt til þess að taka til máls og tjá skoðanir sínar í þessu sem öðru.

Það er líka í sjálfu sér alveg réttmæt krafa að heilbrigðisráðherra verði viðstaddur umræðuna á einhverjum tíma. Eins og hæstv. forseti hefur sagt hefur hann komið þeim boðum til hæstv. ráðherra. Hæstv. heilbrigðisráðherra er maður til að vilja koma hingað og vera við umræðuna ef hann hefur tök á og við skulum sjá hvað setur. Ég bið líka hv. þingmenn um að hleypa þessu máli að, einmitt til þess að við ræðum það og förum í umræðu um þann ágreining sem hér ríkir, en gera ekki tilraun til þess að drepa málinu á dreif með einum eða öðrum hætti.