145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[12:37]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir framsögu hans og greinargerð. Spurningin sem ég vildi beina til hv. frummælanda er: Dregur hann í efa skýrslur og niðurstöður fjölþjóðlegra rannsókna, m.a. samanburðarskýrslur frá The Community Guide frá 2011 sem byggja á 17 niðurstöðum m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð og Finnlandi og gefa til kynna að með einkavæðingu á áfengissölu verði aukning á neyslu um 44% að miðgildi? Eru þetta rangar niðurstöður að mati frummælanda og allar aðrar rannsóknir sem benda í sömu átt? Eru þær á misskilningi byggðar? Eða er það rétt að með því að setja áfengi í matvöruverslanir, tvöfalda fjölda útsölustaða, væntanlega úr 49 í 112 eða eitthvað slíkt, (VilÁ: 200.) 200, muni neyslan aukast? Hvað mun áfengisneyslan aukast mikið eða meðalneysla vínanda á mann að mati þeirra sem standa að frumvarpinu?