145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[12:51]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem hv. þingmaður kemur inn á, þetta atriði var fyrir í lögunum. Þarna er verið að gera þetta skýrara, þannig að það liggi ljósar fyrir. Það þarf ekki að deila um hvað má og hvað ekki með þessari ströngu umgjörð. En ég styð allar breytingar sem eru í frjálslyndisátt og er tilbúinn til umræðu um þær, ef fyrir því fæst meiri hluti í nefndinni sem mun skila sér í meiri hluta á þinginu er ég tilbúinn til þeirrar umræðu. Þetta snýst um hvað þingið treystir sér til þess að fara langt í frjálslyndisátt í einu stökki. Um það snýst málið.