145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

ósk um viðveru heilbrigðisráðherra.

[13:31]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Við upphaf þessarar umræðu undir hádegið kvaddi ég mér hljóðs um fundarstjórn forseta og óskaði eftir því að hæstv. heilbrigðisráðherra yrði viðstaddur umræðuna, vegna þess að málið heyrir undir verksvið hans. Við erum að fjalla um lýðheilsumál. Mig langaði að beina til hans spurningum á grundvelli yfirlýsinga sem gefnar hafa verið í hans nafni og hans ráðuneytis og birtar á upplýsingavef Stjórnarráðsins í janúar 2014.

Hæstv. forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, sagði að hæstv. heilbrigðisráðherra hefði verið gerð grein fyrir því að nærveru hans væri óskað við þessa umræðu. Nú langar mig að spyrja hæstv. starfandi forseta hvort viðbrögð hafi komið frá hæstv. heilbrigðisráðherra.