145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[13:55]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þetta svar. Ég er reyndar á því sjálfur að aðgengi eigi að vera sem jafnast yfir landið, en þetta aðgengi og dreifingarmátinn má hins vegar ekki fela í sér ágengni. Það er það sem ég óttast að gerist með því að fara inn á þá brautir sem boðaðar eru í frumvarpinu.

Ég er sammála því sem fram kemur í máli hv. þingmanns, við eigum að huga að því að hafa þetta tvennt í senn, skynsamlegan dreifingarmáta á áfengi og sinna jafnframt vímuefnavörnum, þar á meðal áfengisvörnum. Þetta eru tveir hlutir sem vinna í sömu átt. Ég er sammála hv. þingmanni um það.