145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[13:56]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir vangavelturnar. Ég vildi aðeins koma inn á þetta með aðgengi og ágenga kynningu. Ég held að aðgengið sem skiptir svo miklu máli felist í hillumetrum. Við þekkjum það mjög vel úr markaðsfræðunum að þeir sem geta fengið flesta hillumetra fyrir sína vöru úti í búð selja meira. Eftir því sem aðgengi að þessari tegund eykst í hillunum, því meira verður gripið af vörunni og sett í kröfuna. Ef við bætum við mörgum hillumetrum af víni í matvöruverslanir mun seljast meira vín. Það er reynslan í öllum löndum þar sem þetta hefur verið gert og afleiðingin verður sú sem lýst hefur verið hér. Það er alveg sama hvað við setjum mikið í forvarnir og kynningu, hillumetrarnir munu sigra í þeirri keppni. Neysla vínanda í lítrum á mann mun aukast með kostnaðarsömum afleiðingum fyrir allt samfélagið. Það er það sem við þurfum að spyrja okkur: Er það það sem við eigum að starfa að (Forseti hringir.) á Alþingi, að gera lýðheilsu verri og auka kostnað heilbrigðiskerfisins?