145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:02]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á sínum tíma þegar forveri þessa máls var hér til umræðu á síðasta þingi bárust margar umsagnir, m.a. til efnahags- og viðskiptanefndar sem veitti umsögn um málið til þeirrar nefndar sem fór með vinnslu á því. Það voru áhugaverðar umsagnir, m.a. frá þeim sem hafa hagsmuni af því að gæta hagsmuna stórverslunar. Það er alveg ljóst að margir gætu notið góðs af því að auka veltu sína um tugi milljarða og hagnað um einhverja milljarða, en athyglisverður vinkill var líka með samkeppnina. Nú er samkeppni þannig háttað í matvöruverslun að þrjár stórar keðjur fara með 90% af markaðnum. Ein keðja stendur fyrir utan, ÁTVR sem selur að þeirra mati matvöru, eitthvað sem ætti heima í matvöruverslun, og þeir vilja gjarnan fá að stækka sig um það sem þarna nemur (Forseti hringir.) og ná þessu líka. Það eru klárlega hagsmunir í því en ég man ekki eftir að hafa séð margar aðrar jákvæðar umsagnir.