145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:04]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Því miður er margt sem bendir til þess að þeir kaupmenn sem mundu fá þessa veltu yfir til sín séu ekki bundnir af þeirri hámarksálagningu sem ÁTVR býr við sem er 12–18% heldur muni þeir nota þá álagningu sem best hentar þeim og hámarkar þeirra hagnað. (ÞorS: Sama …) Fyrir þá væri að sjálfsögðu best að taka þessa veltumiklu vöru, kannski einhvern magnbjór, og hafa lága álagningu á honum til að selja sem mest af henni, en hafa síðan fínni vín með meiri álagningu eins og við sáum í dæminu með hvítvínslíkið sem selt var í Hagkaup með 80% álagningu en álagningin var 18% í ÁTVR.

Ég held að þetta muni því miður hafa þær afleiðingar að úrvalið muni minnka, álagningin aukast en heildarsala á vínanda aukast.