145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:26]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hann mun ekkert bregðast málstað sínum í þessu máli, sem er gott. Ég vil spyrja hann nánar út í fjármunina til forvarnamála, hvort hann telji það ekki mikilvægt. Þegar ég segi í boði skattgreiðenda er ég að benda á að hægt er að fara aðra leið sem nær sömu markmiðum fyrir minni fjármuni, sem við getum þá nýtt í annað. Telur hann ekki mikilvægt að nýta fjármuni ríkissjóðs sem best og þá til þess að stuðla að auknum árangri í lýðheilsumálum og ekki síst varðandi áfengisneyslu?