145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:44]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í fyrsta lagi tel ég þetta vera rétta skoðun. Í öðru lagi, og þá vík ég að því sem hefur verið vefengt af hálfu flutningsmanns frumvarpsins, er þetta skoðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, það er alveg óvefengjanlegt. Mig langar undir lokin á þessum andsvörum hér, ég á eftir að koma aftur í ræðu um málið og margoft, til að beina áskorun til fjölmiðla á Íslandi um að birta það sem hefur komið frá landlæknisembættinu um þessi mál. Ég vísa til dæmis í það sem sett var á vef embættisins 17. júlí í fyrra, að birta það og birta tilvísanir í Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina þannig við fáum það inn í (Forseti hringir.) umræðuna sem þarf að verða mjög almenn í samfélaginu og þar sem (Forseti hringir.) þingmenn verða látnir svara fyrir afstöðu sína hér á þingi.