145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:12]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það getur vel verið að ég eigi eftir að breyta um skoðun í þessu máli, og það oft, en ég er alla vega, eins og staðan er núna, ekki fylgjandi því þó að ég segist kannski ekki endilega ætla að vera á rauða takkanum. Við erum alveg sammála um að áfengisneysla hefur alvarlegar afleiðingar. Þess vegna er svo mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Mér finnst að við eigum yfir höfuð að taka áfengisvanda miklu fastari tökum. Við vorum í vikunni að ræða um ölvunarakstur og viðurlög við ölvunarakstri. Neysla áfengis hefur margvísleg áhrif, góð, en líka mjög neikvæð áhrif víða. Það er eitthvað sem við þurfum líka að ræða og enga feimni hvað það varðar.