145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:29]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna ásamt samstarfinu í allsherjar- og menntamálanefnd þegar frumvarpið var til umfjöllunar síðast. Mig langar aðeins að spyrja hana varðandi aðgengi, hvort menning þjóðarinnar geti ekki haft svolítil áhrif þar á og hvort hættulega aðgengisaukningin sé ekki sífellt viðburðir þar sem boðið er upp á frítt áfengi, á öllum skólasamkomum á eldri stigum, í veislum og fögnuðum, fyrirtækjahittingum og öðru slíku. Mér finnst það alltaf vera að aukast að boðið sé upp á frítt áfengi. Svo er það hitt með Danmörku, hvort þeir gætu ekki náð töluverðum árangri þar ef þeir mundu taka þá ákvörðun að hætta að bjóða upp á bjór t.d. á bekkjarkvöldum í 10. bekk og annað slíkt, ef foreldrarnir eða skólinn tæki þá ákvörðun, hvort þetta snýst ekki frekar um það.

Að lokum spyr ég hvað hv. þingmanni finnst um þá ágengni sem vínbúðirnar eru, hvernig hún fer saman við íslenska lýðheilsustefnu.