145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:46]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Stundum gerist það hér í þingsal þegar þingmenn úr stjórnarmeirihluta gagnrýna sitjandi ráðherra þá þykir það ekki við hæfi en þegar sú gagnrýni er á þeim forsendum að hugsanlega sé ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar ekki að fylgja þeirri stefnu sem stjórnarmeirihlutinn markaði sér í þessu máli hvað varðar lýðheilsumarkmið sem ríkisstjórnin ætlaði að einhenda sér á þá er vert að vekja athygli á því. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir að vekja máls á þessum þætti, stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum og hvetja þingmanninn til að halda því merki á lofti sem dregið var að húni sameiginlega af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum þegar þessi ríkisstjórn var mynduð (Forseti hringir.) og ég vil spyrja hvort það sé nokkur bilbugur á hv. þingmanni hvað þetta varðar.