145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:47]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég ætlaði mér nú ekki að gagnrýna einn né neinn í þessum málum, ég vildi bara benda á þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur sett sér í áfengis- og vímuvarnamálum og það að þetta væri eitt af forgangsmálum — eða ekkert eitt, þetta er forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í þingmannamálum.

Það verður engin bilbugur á mér í þessu máli og ég er mjög hlynnt lýðheilsustefnunni sem ríkisstjórnin hefur sett fram. Mér finnst hún afar flott plagg og ég vona svo sannarlega að við getum flestöll eða bara öll farið eftir því og haft það í huga því ég held að það hafi góð áhrif á líðan og heilbrigði landsmanna.