145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:33]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum spurninguna. Ég er ekki að tala fyrir því að með þessu breytum við vatnsveitukerfinu okkar þannig að áfengi flæði út úr krönum en ekki vatn. Ég er að segja að ef einhver gæti það þá ætti þessi samkoma hér að geta sett þann ramma og þau lög sem þurfa að vera í gildi til að vernda þá sem um ræðir eins og börn og aðra, sem margir hafa nefnt hér, sem eru veikir fyrir áfengi. Ég treysti þessari samkomu mjög fyrir því að búa til þann ramma sem er skynsamlegur og gáfulegur til að halda utan um þessa neysluvöru alveg eins og margar aðrar óæskilegar, hættulegar eða varhugaverðar neysluvörur.