145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:42]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Er ég að skilja þingmanninn rétt, þ.e. aukningu verslana hjá ÁTVR sem hefur orðið?

Ég vil byrja á að taka fram, en eins og þingmaðurinn kom inn á missti hann af umræðum áðan þar sem einmitt var komið inn á alkóhólisma og við ræddum aðeins um fíknina og það að venja sig á að umgangast slíkt. Ég hef ekki reynslu af því að kljást við fíkn, þannig að ég verð að segja að ég get ekki sett mig í þau spor.

Hvort fjöldi verslana ÁTVR sé hluti af vandamálinu? Ég held að ég geti ekki sagt það, því að eins og ég hef fengið að vita fór fólk kannski í kaupstaðarferðir, keypti inn meira magn, fólk sagði það, það drakk meira út af því að það átti áfengi til: Æ, ég átti til hvítvín, ég átti þetta með matnum o.s.frv. En þegar verslunin var komin í byggðarlagið var það bara þegar hugsunin kom upp í kannski skipulagningu: Já, um helgina koma þessir í mat, best að kaupa flösku til að eiga heima. Ég vona að ég skilji þingmanninn rétt. En ég held alla vega að (Forseti hringir.) þetta sé ekki svona vendipunktur.