145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:46]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að hvetja þingmanninn til þess að ræða endilega áfengisstefnuna á eftir ef hann kemst að.

Það kom einmitt upp hérna áðan í þessum ræðustól að það væri frekar skrýtið að við værum að tala um að leyfa eitthvað sem aðrar þjóðir eru að berjast á móti. Þá vil ég aftur vitna í leiðirnar til að draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu sem þjóðir horfa til. Þau skref sem ég taldi upp hérna áðan voru bara 10 af yfir 30 leiðum sem er verið að líta til. Við uppfyllum rosalega margar af þessum leiðum.

Þá er spurningin: Þjóð sem stendur sig svona vel, hver eru hin sterku rök sem mæla með því að við þurfum endilega að sigla á móti straumnum miðað við aðrar þjóðir sem eru að berjast einmitt við það að koma þessu í fyrra horf?