145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:59]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum aftur fyrir spurningar. Ég vil ekki aðeins líta á þessa umræðu eins og þetta sé svart og hvítt eða fræðsla og bann heldur líka að við séum búin að opna glugga og höfum tækifæri til úrbóta á þeim vandamálum sem við höfum talið upp, að við höfum tækifæri og smá rými til að vinna í þeim.

Hvað varðar ábyrgð verslana sé ég þetta í fyrsta lagi ekki fyrir mér: Eftir einn ei aki neinn — Bónus. Eða að Hagkaup eigi eftir að sporna við ölvunarakstri með viðlíka auglýsingaherferðum. Í sambandi við aukna skatta til að borga aftur til heilbrigðiskerfisins sé ég það ekki fyrir mér miðað við reynsluna sem við höfum af því að verslanir skili til baka þegar gefið er eftir, þ.e. auknar tekjur til þeirra, að þær eigi eftir að skila meira til baka til samfélagsins. Ef svo er væri mjög gott að fá yfirlýsingu (Forseti hringir.) fyrirtækja um það, sérstaklega þegar við stöndum hérna dag eftir dag að ræða þetta mál.