145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[18:59]
Horfa

Ingibjörg Þórðardóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmanni var tíðrætt um menningu og áfengi er klárlega hluti af menningunni og hefur alltaf verið, alla tíð. Ef við hugsum tuttugu, þrjátíu ár aftur í tímann var áfengi hluti af menningu Íslands þá og er það í dag. Það er merkilegt að bera þetta saman. Í mínum huga hefur þessi menning gjörbreyst og ég hef áhuga á að vita hvort hv. þingmaður er sammála því að áfengismenningin hafi mikið breyst á tuttugu árum.