145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[19:36]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef nefnilega nákvæmlega sömu tilfinningu fyrir því og hv. þm. Ögmundur Jónasson að kjósendur Sjálfstæðisflokksins heilt yfir séu ekkert mjög glaðir með þetta mál og að það sé sett svona fram sem forgangsmál miðað við allt það sem brennur á fólki í þjóðfélaginu. Það er ósátt með, eins og við þingmenn ættum nú að hafa heyrt í liðinni kjördæmaviku, að menn séu að flagga þessu gamla flaggi sínu eina ferðina enn. Ég hef þá tilfinningu að kjósendur Sjálfstæðisflokksins kunni þeim sem berjast svona hart fyrir þessu máli litlar þakkir fyrir og þetta sé ekki til þess að hífa upp fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur séu þeir að tala til ákveðins kjarna í Sjálfstæðisflokknum sem er kannski ekki stór en (Forseti hringir.) þarf einhvern veginn að kvitta fyrir í þessu máli.