145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[19:43]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að hryggja hv. þingmann með því að ég sé ekki neinn þjóðhagslegan sparnað í þessu máli, heldur alveg þveröfugt að aukin neysla muni kosta samfélag okkar miklu meira í auknum útgjöldum til heilbrigðismála.

Hv. þingmaður talar um framleiðniaukningu verslunarinnar. Ég get ekki gefið afslátt af því sem snýr að lýðheilsumálum, heilbrigðismálum og forvörnum hvað varðar áfengi og vímuefni gagnvart þeim sem eru veikir fyrir og ungu fólki vegna framleiðniaukningar í verslun. Erum við virkilega þar stödd að við metum það meira að verslunin græði meira á kostnað barna okkar og ungmenna varðandi aukið aðgengi að áfengi? Ég bara trúi ekki að hv. þingmaður sé þar staddur.