145. löggjafarþing — 19. fundur,  13. okt. 2015.

beiðni um sérstaka umræðu.

[13:40]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þessi fundarstjórn af hálfu virðulegs forseta og hegðun hæstv. forsætisráðherra endurspeglar hversu brotið og óeðlilegt samband Alþingis er við ríkisstjórnina. Það er sjálfsagt að ræða svona mál og það er kjánalegt að þingmenn þurfi að fara hér upp í hrönnum til að kalla eftir því að svo sjálfsagðri bón verði svarað með jákvæðum hætti þannig að við ræðum þessi mál.

Við getum auðveldlega eytt meiri tíma í að kvarta undan því að við séum ekki að ræða málið en við ættum í staðinn að fara í að ræða málið. Þetta er sérstök umræða, hún tekur um hálftíma, kannski aðeins meira. Ég vona að hv. þingmenn og hæstv. ríkisstjórn taki þennan ágreining alvarlega, ekki bara í ljósi umræðunnar um verðtryggingu heldur í ljósi sambands Alþingis við ríkisstjórnina.