145. löggjafarþing — 19. fundur,  13. okt. 2015.

beiðni um sérstaka umræðu.

[13:41]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Ég skil ósköp vel að hæstv. ráðherrum líði illa undir þessari umræðu þegar sjálfur verkstjóri ríkisstjórnarinnar kemur ekki í sérstakar umræður við þingmenn sem þess biðja. Ég er ein af þeim sem biðu í marga mánuði eftir sérstakri umræðu við hæstv. forsætisráðherra og þurfti að ítreka þá beiðni. Það sem gerist er að maður ákveður að fara í sérstakar umræður við aðra ráðherra sem eru þá duglegir að mæta, en þá verður álagið bara meira á þá. Það er ekki ásættanlegt í rauninni að hæstv. forsætisráðherra, sem er verkstjóri ríkisstjórnarinnar, skuli komast upp með að mæta ekki í sérstakar umræður. Það er grafalvarlegt. Ég vona að þetta sé í síðasta skipti sem við þurfum að koma upp undir liðnum um fundarstjórn forseta til að ræða þetta mál.

Virðulegi forseti. Kipptu þessu í liðinn.