145. löggjafarþing — 19. fundur,  13. okt. 2015.

kaup á nýjum ráðherrabíl.

[13:53]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég stýri ekki innkaupum fyrir ríkisstofnanir, hvorki á bílum né öðrum þeim hlutum sem ríkið þarf að kaupa til að standa í hinum fjölbreytilegasta rekstri sem ráðuneyti og ríkisstofnanir standa að. Hvað varðar hins vegar athugasemdina og þá fyrirspurn sem hv. þingmaður rifjaði upp um rafmagnsbíla hef ég talið mjög æskilegt að við rafbílavæddum landið í auknum mæli og flyttum hingað inn meira af bílum sem nota umhverfisvæna orkugjafa. Ég hef til dæmis talið að það hlyti að vera tækifæri í því fyrir rafbílaframleiðendur að gera stjórnvöldum og öðrum hér kleift að eignast slíka bíla á góðum kjörum þannig að Ísland gæti orðið fyrirmynd í því efni, kannski á svipaðan hátt og menn hafa ákveðið að gera Ísland að fyrirmyndarlandi varðandi lyf, nýleg dæmi eru um það. Á sama hátt (Forseti hringir.) gætu menn séð sér hag í að stefna að því að Ísland yrði fyrsta rafbílavædda landið. En þar þurfum við auðvitað að líta til efnahagslegra forsendna líka og (Forseti hringir.) að ríkið (Forseti hringir.) geti ráðist í þetta án verulegra útgjalda.