145. löggjafarþing — 20. fundur,  14. okt. 2015.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

156. mál
[15:50]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar til að beina því til hæstv. forsætisráðherra að í tildrögum þessa frumvarps fékk ég spurningar um það hvort eftirlit yrði með því á matsölustöðum hérlendis að þeir mundu merkja sérstaklega við það hvað á matseðlinum væri íslenskt kjöt o.s.frv. til að auglýsa það hvaða matvæli, sem þeir selja og framleiða, eru framleidd hérlendis. Ég bið forsætisráðherra að svara því hvort komið sé inn á það í frumvarpinu; þá er ég ekki endilega að tala um að skylda veitingastaði til að minnast á uppruna þeirrar vöru sem þeir hafa á boðstólum heldur beina því til þeirra að þeir geri það.