145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

lögreglumenn.

[10:58]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. innanríkisráðherra fyrir greinargott svar. Ég fagna því sérstaklega að það virðist vera samstarfsvilji og samningsvilji hjá ríkisstjórninni til að koma til móts við hóflegar kröfur lögreglumanna og vonandi annarra stétta sömuleiðis. Ég sé ekki alveg hvað þarf til. Hvar stendur hnífurinn eiginlega í kúnni? Af hverju þarf að ganga svona langt til að hæstv. ríkisstjórn virðist vilja heyra? Af hverju þarf alltaf að ganga svona langt?