145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

um fundarstjórn.

[12:26]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vitnaði í orð sem birt voru á vef Stjórnarráðsins í janúar 2014 og höfð eftir heilbrigðisráðherra landsins. Ég vil taka hæstv. heilbrigðisráðherra alvarlega, en mér leikur líka forvitni á að vita hvort hæstv. heilbrigðisráðherra taki sjálfan sig alvarlega og hvað hann meinar með þeim orðum sem ég vitnaði hér til um áfengisstefnuna og hvort þau rími við það frumvarp sem er til umfjöllunar í þinginu. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að gera ráðstafanir til að fá hæstv. heilbrigðisráðherra til að koma hingað til umræðunnar. Vandinn er sá að þessu var líka heitið síðast þegar við ræddum málið, í síðustu viku, en hann skellti skollaeyrum við og hafði óskir okkar að engu. (Forseti hringir.) Mér finnst að Alþingi geti ekki látið koma svona fram við sig. Þetta er heilbrigðisráðherra landsins og við erum að ræða hér mjög brýnt heilbrigðismál.