145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[12:56]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Það er náttúruleg rétt að aukið aðgengi eykur neyslu og eykur kannski heildarneyslu fyrst og fremst. Þegar við ætlum að minnka unglingadrykkju þarf náttúrulega fyrst og fremst forvarnir. Gagnmesta forvörnin sem ég fékk — og það er nú ekkert langt síðan þar sem ég er nú tiltölulega ung — var þegar ég bjó í Danmörku. Þegar ég var um tíu ára komu einhverjir jafningjar sem voru þá 15 ára og útskýrðu fyrir okkur krökkunum hvernig ætti að drekka bjór. Það var ekki fyrr en við vorum 16 og 17 ára í MR sem við fengum hugmynd og fræðslu um að það þyrfti að drekka vatn á milli drykkja. Forvarnir eru það sem skiptir máli. Aukið aðgengi þýðir auðvitað aukin heildardrykkja áfengis en það er spurning hver er að drekka áfengi. Eru það unglingarnir? Er það veikasta prósentið okkar eða erum við bara að tala um venjulegt fólk sem er að fá sér einn eða tvo bjóra með matnum?

Mér finnst þetta hæpin rök hjá hv. þingmanni.