145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[13:02]
Horfa

Ingibjörg Þórðardóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það var ýmislegt sagt en spurningin var á þá leið: Af hverju viljum við ekki fara aftur til baka og banna bjórinn? Þarna aftur held ég að ríkið eigi heilmikinn þátt. Það er alls ekki rétt að ÁTVR hafi ekki verið að taka þátt í og stunda neinar forvarnir, það er ekki rétt. Það kemur fram í greinargerðinni með frumvarpinu að ÁTVR tekur þátt í að byggja upp vínmenningu og er í samstarfi við lögreglu og sérstök áhersla er lögð á að torvelda aðgengi unglinga o.s.frv. Ég held að þarna eigi söluaðilinn, ríkið, bara hrós skilið, það tekur þátt í forvörnum og að fyrirbyggja unglingadrykkju með skólunum og öðrum aðilum.