145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[13:05]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eigum við þá ekki bara að leyfa þessu frumvarpi að ganga í gegn og halda áfram okkar góðu forvörnum?

En ég velti líka fyrir mér öðru sem ég heyrði í ræðu hv. þingmanns. Hún óttaðist að drykkjan yrði ekki jafn kúltíveruð við þessa breytingu eins og ef ÁTVR ætti að sjá um þetta eitt og vísaði í heimahagana. Telur hv. þingmaður að drykkja Íslendinga undir handleiðslu og verndarvæng ÁTVR í tugi ára, að drykkjumenning okkar sé betri og kúltíveraðri en í ríkjum sem eru búin að selja þetta hjá kaupmanninum á horninu svo lengi sem elstu menn muna?