145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[13:11]
Horfa

Ingibjörg Þórðardóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég skal með glöðu kynna hv. þm. Össur Skarphéðinsson fyrir Þorláki, þeim eðaldreng. Það kom svo sem ekki bein spurning frá hv. þingmanni, en við erum, held ég, sammála um að úrvalið mun minnka og það verður öðruvísi fyrir okkur að fara í Vínbúðina og kaupa fína bjórinn eða fína vínið eða hvað það nú er. Og það er aldeilis gleðilegt að Össur hafi trú á því að hv. þm. Brynjar Níelsson sé kannski bara að koma yfir á okkar band í því að þetta muni hefta hans áhugamál um áfengisdrykkju.