145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:34]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið.

Ég er algjörlega sammála því að það hljómar ankannalega og er hjóm eitt þegar við segjum að við séum að fjalla um brennivín í búðir meðan fólk er að berjast fyrir bættum kjörum. Algjörlega sammála því. Ég vildi bara nefna þetta því hér heyrist jafnframt úr ræðustól að málið snúist annars vegar um mikla fjármuni og sparnað í ríkisrekstri sem er krafa sem til okkar er gerð og hins vegar er þetta stórt lýðheilsumál, risastórt. Áfengi er einn af þremur stærstu ógnvöldum lýðheilsunnar ásamt offitu og tóbaki. Þess vegna held ég að umræðan sé bara af hinu góða.

Annað sem snýr að lýðheilsunni er takmörkun aðgengis. Takmörkunin getur átt við um aldurinn, sölutímann og söludagana. Við sjáum það til dæmis í Noregi, þar er bara smekklega breitt yfir kælinn, truflar engan þegar má (Forseti hringir.) ekki selja lengur o.s.frv. Ef hv. þingmaður gæti (Forseti hringir.) svarað því hvort það eitt og sér …