145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:33]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. Ég lít á áfengi sem neysluvöru, en ég var ekki spurð að því. Ég var spurð hvort ég liti á áfengi eins og hverja aðra neysluvöru. Hvað þýðir það? Hvernig er hver önnur neysluvara? Neysluvörur eru bara alls konar. Það er áfengi, það er sykur, það er hveiti, það er glúten, sem annar hver maður virðist nú hafa ofnæmi fyrir og verði í lífshættu ef hann borðar það. Neysluvörur eru bara alls konar, og áfengi er eitt af þeim. Það er bara staðreynd. Fólk á Íslandi neytir áfengis. Sumir neyta of mikils áfengis, aðrir hóflega, sumir einskis. Allt fer þetta bara eftir stað og stund og hver og einn verður að meta það fyrir sjálfan sig hvort hann ætlar að neyta áfengis og hversu mikið. Ríkið gerir það ekki. Þetta er mitt svar við spurningunni.

Hins vegar vil ég árétta það í ljósi þess sem kom fram í andsvari hv. þingmanns sem vísar til aukinnar neyslu nái þetta frumvarp fram að ganga, að allar þær skýrslu sem hafa verið vísað til, eða engin þeirra skýrslna sem vísað hefur verið til vildi ég sagt hafa, engin þeirra skýrslna staðfestir að einokunarverslun komi í veg fyrir tjón af völdum áfengisneyslu. Það er umhugsunarvert.