145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:24]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. Ögmundi Jónassyni að víða um lönd eru lýðheilsustofnanir og heilbrigðisyfirvöld að leita leiða til þess að minnka skaða af áfengisneyslu og hvernig eigi að draga úr aðgengi. Það segir sig sjálft að ríki eins og Frakkland geta ekki komið á einokunaraðstöðu ríkisins til að selja áfengi. Það er alla vega langt í að svo verði, held ég. Ríki sem rækta þrúgur og búa til áfengi sjálf, þetta eru gamlar hefðir, eiga erfiðara með að takmarka aðgengi.

Ég er sannfærð um að það er minni þolinmæði fyrir óhóflegri áfengisneyslu í dag og ríki munu leita þeirra leiða sem mögulegar eru í hverju landi til að takmarka aðgengi.