145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:58]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við þingmenn óskuðum mjög eindregið eftir nærveru hæstv. heilbrigðisráðherra við upphaf umræðunnar um hádegisbil í dag. Umræðunni hefur nú verið haldið áfram og klukkan er sex. Okkur var tjáð þegar beiðnin var lögð fram í hið fyrsta sinn að heilbrigðisráðherra hefði verið gert viðvart um þessa ítrekuðu ósk þingmanna.

Því spyr ég og bið forseta um að gera þinginu grein fyrir því hvaða svör hafa borist frá hæstv. heilbrigðisráðherra. Það er óásættanlegt að 1. umr. ljúki án þess að heilbrigðisráðherra geri grein fyrir því hvort stefnubreyting hafi orðið hvað varðar áfengis- og vímuefnamál af hálfu ríkisstjórnarinnar og það er lítilsvirðing við þingið að láta þetta gerast. Ég tel ekki vit í neinu öðru (Forseti hringir.) en að gera hlé á þessari umræðu þar til eftir helgi og að það verði tryggt að það náist (Forseti hringir.) … við heilbrigðisráðherra.