145. löggjafarþing — 22. fundur,  19. okt. 2015.

loftslagsráðstefnan í París.

[15:25]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Herra forseti. Þar er spurt eins og gert er hér: Hvert er markmið Íslands í þeim efnum? Ætlar það að vera í samfloti með Evrópusambandinu eða ætlar það að draga úr losun sjálfstætt um 40%? Að því er spurt hér.

Það er síðan sjálfstætt efni í sjálfstæða fyrirspurn sem mig langar til að beina til hæstv. umhverfisráðherra: Er þetta mynd sem hefur verið rædd á vettvangi ríkisstjórnarinnar? Hafa menn, eins og ég mundi gera ef ég væri í ríkisstjórn, spurt vísindamenn okkar um þýðingu þessarar myndar, hvaða áhyggjuefni eru hér á ferðinni, hvaða tímaramma erum við að tala um?

Ég mundi gjarnan vilja heyra það frá hæstv. ríkisstjórn að svona hlutir væru teknir alvarlega. Ég er reyndar dálítið undrandi á því hversu lítil umræða hefur verið um þau válegu tíðindi sem í þessu gætu falist hér innan lands en kannski er þetta svo óþægilegur samningur að við viljum helst ekki ræða hann. En við þurfum að gera það.