145. löggjafarþing — 22. fundur,  19. okt. 2015.

verkföll í heilbrigðiskerfinu.

[15:39]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég hefði viljað heyra í svörum hæstv. ráðherra meiri baráttuanda í vörninni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Það er uppi alvarleg staða. Það grefur undan heilbrigðisþjónustu í landinu ef Landspítali fær ekki þá fjármuni sem þarf til þess að reka starfsemina með sóma.

Ég vil líka inna ráðherra eftir því, þegar við blasti að enn eina ferðina væri álagið á heilbrigðiskerfið að verða nánast óþolandi, af hverju ríkisstjórnin hefði ekki myndað sig til við það að samningaviðræður gengju þannig fyrir sig að það þyrfti ekki að koma til verkfalla. Er engin árvekni? Hafði enginn áhyggjur af því? Hafði ekki hæstv. ráðherra alvarlegar áhyggjur af því að heilbrigðiskerfið gæti ekki borið enn eitt verkfallið, fjórða verkfallið á innan við ári? (Forseti hringir.)

Svo vil ég spyrja: Hvernig á að skrúfa fyrir kranann sem veitir fjármuni án fjárheimilda (Forseti hringir.) til sérgreinaþjónustu sjálfstætt starfandi lækna á meðan hið (Forseti hringir.) opinbera kerfi sveltur?