145. löggjafarþing — 22. fundur,  19. okt. 2015.

efnahagsleg áhrif af komu flóttamanna.

196. mál
[16:09]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég líkt og aðrir þingmenn vil taka undir að það felist miklu meiri tækifæri en ógn í því að fá sem flesta hingað til lands og hér stendur það upp úr hverjum manni. Ég get þó ekki annað en vakið athygli á því sem við heyrum í fréttum um þessi mál, bara í síðustu viku, að verið er að vísa fjölskyldum úr landi. Það er það eina sem við heyrum alltaf um þetta. Ég held að það ætti þá að drífa framkvæmdina í að taka undir með þessum, fyrirgefðu, virðulegur forseti, hallelúja-kór sem hér er um þessi mál því að síðan er alltaf sagt nei, nei, nei. Ég hlakka til að sjá þingmannanefndina sem skilar á næstu dögum. Látum athafnir fylgja orðum og vilja þingmanna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)