145. löggjafarþing — 23. fundur,  20. okt. 2015.

staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.

229. mál
[16:40]
Horfa

Fjóla Hrund Björnsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þessa greinargóðu yfirferð. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún telji ekki nauðsynlegt að setja lög þar sem þetta er pínulítið í lausu lofti og við vitum að staðgöngumæðrun er til staðar hér á landi. Mig langar að spyrja beint út: Finnst hv. þingmanni ekki nauðsynlegt að setja lög um akkúrat þennan hlut?