145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

beiðni um umræðu um afnám verðtryggingar.

[15:43]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég bað um sérstaka umræðu við hæstv. forsætisráðherra í febrúar um afnám verðtryggingar. Ég lagði hana fram aftur nú í haust en hann hefur aldrei viljað taka þessa umræðu við mig. Þau rök að málið sé á borði fjármálaráðherra blæs ég á og ég neita að hlusta á þau. Það er forsætisráðherra sem fer með verkstjórnarvaldið í þessari ríkisstjórn. Þetta er stefnumál ríkisstjórnar hans. Þetta er eitt hans stærsta kosningaloforð. Það er sérstaklega furðulegt að fylgjast með því hvernig Framsóknarflokkurinn er að hlaupast undan ábyrgð á þessu loforði sínu og búinn að setja það í hendurnar á samstarfsflokknum, flokknum sem er á móti afnámi verðtryggingar.

Ég ítreka þessa beiðni mína og ég trúi því ekki að hæstv. forsætisráðherra sé svona lítilsigldur.